Öryggisvakt slökkviliðs kom í veg fyrir útbreiðslu elds

Slökkvilið Fjallabyggðar var með öryggisvakt við áramótabrennur og flugeldasýningar bæði á Siglufirði og Ólafsfirði á gamlárskvöld. Veður var afar hagstætt, logn og bjart, en jafnframt var gróður mjög þurr sem skapaði aðstæður þar sem nauðsynlegt þótti að hafa aukið eftirlit á svæðunum.

Slökkviliðsmenn þurftu víða að bregðast við og koma í veg fyrir að sinubruni breiddist út í kringum brennur og afganga af skotkökum. Á Ólafsfirði var gripið til þess ráðs að slökkva í sjálfri brennunni þegar fólk var farið af svæðinu, þar sem hætta þótti á útbreiðslu elds í nærliggjandi gróður.

Öryggisvakt slökkviliðs kom í veg fyrir útbreiðslu elds

Á nýársnótt hélt eftirlit áfram og fóru slökkviliðsmenn þá um bæina og slökktu í skotkökum sem höfðu verið skildar eftir. Með þessu var komið í veg fyrir hugsanlega eldhættu og tryggt að áramótahaldinu lyki með öruggum hætti fyrir íbúa og umhverfi.

Öryggisvakt slökkviliðs kom í veg fyrir útbreiðslu elds

Ljósmyndir af Facebook síðu Slökkviliðs Fjallabyggðar.