Þátturinn Egg, Beikon og Bakaðar Baunir er á dagskrá FM Trölla alla föstudaga frá klukkan 8 til 10.
Þá mun Oskar spila frábæra tónlist, ásamt því að fara yfir helstu fréttir af forsíðum dagblaðanna og kíkja á veðrið fyrir helgina. Hlustendur fá einnig að heyra skemmtilegar sögur af fólki utan úr heimi og boðið er upp á hressilega morgunleikfimi.
Endilega stillið á FM Trölla á föstudögum frá klukkan 8 til 10, þið sjáið ekki eftir því.
FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni, og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.
Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is