Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla og á Siglufjarðarvegi.

Norðanlands er spáð hríðarveðri og skafrenningi frá því seint í kvöld og fram undir hádegi á morgun.

Á ekki síst við um Öxnadalsheiði, Þverárfjall, Siglufjörð og Ólafsfjörð og frá Ljósavatnsskarði um Húsavík og austur um á Vopnafjörð. Eins skafrenningur austur yfir Möðrudalsöræfi.