Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.
Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.
Bent er á hjáleið um Tröllaskaga.
Næstu upplýsingar munu koma kl. 19:00 segir á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Forsíðumynd/skjáskot af vefsíðu Vegagerðarinnar