Vegna útleysingar hjá Landsneti á Rangárvallalínu 1 varð rafmagnslaust í öllum Skagafirði nú rétt fyrir klukkan 14 í dag.

Starfsfólk frá Rarik og Landsneti vinnur nú í því að koma rafmagni aftur á svæðið.

Sjá má það svæði sem er rafmagnslaust á vef Rarik – rarik.is/rof

Uppfært: Aðgerðum í Skagafirði er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000