Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði vill koma þeim tilmælum til íbúa, að spara rafmagn eins og kostur er, taka t.d. jólaskreytingar úr sambandi og allt sem ekki er bráðnauðsynlegt.

Rafmagn kemur í litlum skömmtum frá Skeiðsfossi í Fljótum, en ekki er hægt að keyra þar nema eina vél á hluta þeirra afkasta sem henni er ætlað, vegna þess hve mikill krapi er núna.

Rafmagn er komið á nokkur hús í miðbænum.