Metþátttaka í Andrésar andar leikunum 2025 – 930 börn mæta til leiks í Hlíðarfjalli
Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum fara fram í 49. sinn dagana 23.–26. apríl 2025 í Hlíðarfjalli við Akureyri, þar sem Skíðafélag Akureyrar (SKA) heldur utan um mótshaldið.
Þrátt fyrir snjóleysi víða um land í vetur og krefjandi aðstæður fyrir skíðaiðkun, hefur það ekki dregið úr áhuga á leikunum. Alls eru 930 börn skráð til þátttöku í ár, sem er metfjöldi í sögu leikanna.
Aðstæður í Hlíðarfjalli þykja góðar miðað við aðstæður. Starfsmenn hafa lagt mikið á sig við að flytja til snjó og laga brautir svo keppni geti farið fram með eðlilegum hætti.
Keppendur koma frá 18 íþróttafélögum víðs vegar að af landinu. Skíðafélag Akureyrar á flesta þátttakendur með 205 skráða iðkendur, en næst fjölmennasta félagið er Skíðadeild Ármanns með 102 keppendur.
Gleði og nýir fánar hjá SSS
Keppendur Skíðafélags Siglufjarðar Skíðaborgar tóku þátt í skrúðgöngu Andrésar Andar leikanna með bros á vör og glænýja fána í hönd. Fánarnir voru rausnarleg gjöf frá JE vélaverkstæði og vöktu mikla lukku hjá krökkunum sem báru þá með stolti.
Mynd/SSS