Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur úthlutað rúmum 1,3 milljörðum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna ársins 2025. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Alls voru veittir styrkir til 44 verkefna til margvíslegra framkvæmda og endurbóta á hjúkrunarheimilum um allt land.
Úthlutanirnar eru í samræmi við tillögur stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra sem leggur mat á umsóknir í samræmi við reglugerð um sjóðinn og gerir tillögur til ráðherra um úthlutanir úr honum.
Við mat á umsóknum og forgangsröðun úthlutana lagði stjórnin sérstaka áherslu á bættan aðbúnað í íbúðum, lyftur og bætt aðgengi íbúa, öryggiskerfi og öryggismál ásamt viðhaldi húsnæðis, innan og utan. Þá var bættur aðbúnaður í sameiginlegum rýmum og viðgerðir vegna rakaskemmda einnig í forgangi.
Mynd/aðsend