S.Guðrún Hauksdóttir er 46 ára Siglfirðingur. Sambýlismaður Guðrúnar er Steingrímur Óli Hákonarson. Sonur hennar er Stefán Haukur 20 ára. Guðrún er með grunnskólapróf og hefur verið í fjarnámi samhliða starfi, ásamt því að hafa lokið við námskeiðið Máttur Kvenna hjá Bifröst.
Guðrún starfar á Fiskmarkaði Siglufjarðar sem stöðvarstjóri, en þar sinnir hún öllum tilfallandi störfum, hvort sem það er að landa fiski eða sjá um bókhald.
Guðrún hefur síðastliðin 8 ár gengt störfum bæjarfulltrúa í Fjallabyggð og setið í bæjarráði síðastliðin 4 ár. Ásamt því hefur Guðrún verið formaður fræðslu- og frístundanefndar, formaður stjórnar Hornbrekku og formaður Öldungarráðs.
Guðrún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á útiveru og öllu því sem hún hefur upp á að bjóða og ýmiskonar hreyfingu, s.s. fjallgöngum, líkamsrækt og skíðum. Fjölskyldan og vinir skipa stóran sess í lífi Guðrúnar.
Mikil tækifæri eru til staðar í Fjallabyggð, þó svo miklu hafi verið áorkað síðastliðin ár. Áherslur Guðrúnar eru meðal annars:
• Umhverfisátak í báðum byggðarkjörnum, fegrum umhverfið okkar og höldum áfram að bæta ásýnd sveitarfélagsins.
• Áframhaldandi endurnýjun á hafnarmannvirkjum, horfa á tækifærin sem liggja á þessum sviðum, s.s. sjókvíeldi og komur skemmtiferðaskipa.
• Styðja við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf.
• Halda áfram að efla þá grunnþjónustu sem veita þarf í fjölskylduvænu umhverfi.
• Viðhalda sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og halda áfram að borga niður skuldir.
Frétt fengin af facebooksíðu: Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar