Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðsluloturnar af markaði og sent út fréttatilkynningu.

Innköllunin á einungis við eftirtaldar framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur.
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 001-22-49-4-02, pökkunardagur 12.01.2023.
  • Rekjanleikanúmer: 001-22-49-5-10, pökkunardagur 13.01.2023.
  • Dreifing: Verslanir Krónunnar, Hagkaupa, Nettó, Costco, Kjörbúðarinnar, Heimkaup og Extra.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki en eru beðnir að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Ítarefni: