Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af erlendum þurrkuðum sveppum Black fungus vegna salmonellu, sem Dai Phat flytur inn og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað vöruna.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Nam Meo
- Vöruheiti: Black fungus
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 10.10.2023
- Strikamerki: 8717624001321
- Nettómagn: 100 g
- Framleiðsluland: Víetnam
- Innflytjandinn: Dai Phat Trading Inc ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um Salmonellu eru aðgengilegar á vefsíðu Matvælastofnunar: https://www.mast.is/is/neytendur/matareitrun/salmonella.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar Dai Phat gegn endurgreiðslu.