Í tengslum við Íslandsmeistaramótið í fjallahjólreiðum stefnum við á að hafa samhjól og barnamót á sunnudeginum 22.júlí.
Barnamótið verður haldið við mótorkrossbrautina á Ólafsfirði á sunnudag kl. 14:00. Mótið er ætlað börnum 12 ára og yngri og er þátttökugjald 500 kr.
Skráning í mótið er á netfangið krihau@simnet.is. Endilega skrá krakkana svo við sjáum fjöldann sem fyrst.
Ætlunin var að hafa samhjól kl 09:00 á sunnudag 22.júlí og hjólað yrði frá Siglufirði til Ólafsfjarðar um Botnaleið. Veðurútlit er hinsvegar ekki spennandi til slíkrar ferðar og breytum við því yfir í óvissuferð sem yrði þá eitthvað léttara yfirferðar.
Gott væri ef fólk skráði sig í óvissuferðina svona til að sjá áhuga fyrir samhjóli. Skráning getur komið á krihau@simnet.is
Frétt: Skíðafélag Ólafsfjarðar