Verslunum Krambúðarinnar í Grímsbæ og Suðurveri í Reykjavík verður lokað í dag. Öllu starfsfólki hafi verið boðin önnur störf hjá Samkaupum, sem rekur Krambúðina.
Í viðtali á Vísi.is segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum
Segir hún að leigusamningar í verslununum hafi runnið út og ákveðið hafi verið að framlengja þá ekki þar sem verslanirnar hafi ekki verið sjálfbærar í rekstri.
„Þá er bara skynsamlegasta ákvörðunin að loka þegar við sjáum ekki tækifæri á að halda áfram nema með tapi,“ segir Gunnur.
„Eins og allir sem eru í atvinnurekstri þekkja þá er rekstrarumhverfið alveg áskörun á þessum tíma. Við viljum að allar okkar verslanir alls staðar á landinu séu sjálfbærar í rekstri. Það er okkar vegferð. Ef þær eru það ekki þá auðvitað reynum við að leita allra leiða til að vinna með þeim, en svo þegar við sjáum að það gengur ekki þá þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir og loka.“