Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem haldinn var 4. des. var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda-, og menningarmála, dags. 28.11.2018 þar sem lagt er til að samið verði við Tröppu ráðgjöf um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Tröppu ráðgjöf vegna sérfræðiþjónustu við Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar kostnaði kr. 2.000.000.- í viðauka nr. 16/2018 við málaflokk 04020 og lykill 4390 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Trappa ráðgjöf býður upp á skólaskrifstofu til leigu fyrir sveitafélög, einstaka skóla og fyrirtæki um land allt. Samkvæmt greinargerð um sérfræðiþjónustu eiga börn og starfsfólk í leik- og grunnskólum rétt á sérfræðiþjónustu um framkvæmd skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá. Stefnumótun, innileiðing skólastefnu og stuðningur og framkvæmd. Sérfræðiaðstoð við nemendur, kennara og foreldra.

Trappa býður upp á talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Trappa þjónustar sveitarfélög víðs vegar um landið. Allir geta nýtt sér talmeinaþjónustu í gegnum fjarbúnað ungir sem aldnir. Í þrjú ár hafa börn víðsvegar um landið og á höfuðborgarsvæðinu notið þjónustu talmeinafræðinga Tröppu. Það er óumdeilanlega mikill kostur að geta fengið reglubundna talþjálfun í gegnum netið óháð búsetu.