Húnaþing vestra greiðir sérstakan húsnæðisstuðning vegna námsmanna en sækja þarf um hann núna vegna haustannar 2022.
Stuðningur er annars vegar ætlaður foreldrum/forsjáraðilum 15 -17 ára barna sem búa á heimavist eða námsgörðum. Hins vegar er stuðningur ætlaður námsmönnum (18 – 20 ára) á framhaldsskólastigi sem leigja stök herbergi á almennum markaði ef umsókn þeirra um heimavist eða búsetu á nemendagörðum hefur verið hafnað.
Rafræn umsókn og reglur er að finna á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is, umsókn má nálgast hér og reglur hér. Nánari upplýsingar veitir Henrike Wappler, félagsráðgjafi.
Bent er á að námsmenn 18 ára og eldri sem leigja herbergi á heimavist eða íbúð á námsgörðum eða almennum markaði þurfa að sækja um til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar á heimasíðu www.hms.is.
Fjölskyldusvið Húnaþings vestra