Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því að settar hafa verið upp ljósaörvar á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar og á gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri.
Tilgangurinn er að verja vinstribeygjur og stuðla að auknu öryggi. Það getur tekið smá tíma að venjast þessum breytingum og því eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og sýna tillitssemi.
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra