Söngkonan og lagahöfundurinn Sjana Rut hefur gefið út nýtt lag sem ber heitið Map of my heart og komið er í spilun á FM Trölla.

Um er að ræða létt og skemmtilegt ástarpopplag sem fjallar um þá einföldu hugsun að ástin sé eitthvað sem við öll eigum skilið.

Lagið hófst í heimastúdíói Sjönu, en var síðan unnið áfram í Stúdíó Paradís ásamt Ásmundi Jóhannssyni.

Að lokum sá Jóhann Ásmundsson um masteringu. Myndina tók Jóhann K., en plötuumslagið hannaði Sjana sjálf.

„Þetta lag er ástarpopp í léttum og björtum tón – og mér fannst mikilvægt að útkoman endurspeglaði gleðina sem fylgir því að finna ástina,“ segir Sjana.

Titill: Map of my heart
Lag og texti: Sjana Rut