Skíðagönguhópur Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg og Skíðafélag Ólafsfjarðar sameinaðist í æfingaferð til Nordseter í Noregi dagana 2. til 11. janúar 2026, þar sem æfingaaðstæður hafa reynst einstaklega góðar.
Á svæðinu er nægur snjór og mikið frost, sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir skíðagöngu. Göngusvæðið í Nordseter er víðfeðmt og þar er að finna allt að 2500 kílómetra af troðnum göngusporum, sem nýtist vel í fjölbreyttum og krefjandi æfingum.
Iðkendur eru í stífu og markvissu æfingaprógrammi yfir daginn, en á kvöldin er andrúmsloftið léttara. Þá er gripið í spil og leiki og haldnar notalegar kvöldvökur sem styrkja hópinn enn frekar, bæði innan og utan brautar.
Foreldrar iðkenda sem eru með í för láta afar vel af dvölinni og lýsa góðri stemningu og samheldni í hópnum. Ljóst er að ferðin nýtist vel, bæði til íþróttalegrar uppbyggingar og félagslegs samveru, og er góður liður í vetrarundirbúningi skíðagöngufólksins.
Meðfylgjandi myndir tók Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir.





