Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið um helgina með breyttum opnunartímum. Í dag laugardag er opið frá 10:00 til 16:00 og á sunnudag frá 10:00 til 16:00.
Snjóframleiðsla hefur gengið mjög vel frá því hún hófst á gamlársdag og stefnt er að því að opna Fjarkann, Töfrateppi, Hólabraut og Auði. Efra svæðið er enn í skoðun. Aðstæður til skíðaiðkunar eru taldar góðar á þeim brautum sem unnt verður að opna.
Snjóframleiðslu verður haldið áfram næstu daga og eru vonir bundnar við að hægt verði að opna fleiri leiðir á næstunni. Á skíðagöngusvæðinu verður jafnframt reynt að koma inn styttri leiðum. Nánari upplýsingar um aðstæður má finna á vefsíðu Hlíðarfjalls.
