Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna framkvæmda á skíðasvæðinu í Tindaöxl í Ólafsfirði.
Í samstarfssamningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar, sem samþykktur var í desember 2024, er gert ráð fyrir 5 milljóna króna framkvæmdafé vegna Bárubrautar á árinu 2025. Ekki var sérstaklega gert ráð fyrir þessum framkvæmdum við gerð fjárhagsáætlunar.
Með viðaukanum er fjárfestingarammi Eignasjóðs hækkaður um 5 milljónir. Viðbótin verður fjármögnuð með lækkun á handbæru fé sveitarfélagsins.
Mynd/Guðný Ágústsdóttir