Það bar til tíðinda á Siglufirði í gær að fréttaritari Trölla gekk fram á framkvæmd sem vakti athygli hans, sérstaklega þegar litið er til þess hvaða árstími er. Verið var að skipta um þak á húsinu við Grundargötu 7 og gekk verkið að óskum enda veðurblíðan einstök, 6 gráðu hiti og blanka logn. Verktakinn L-7 sér um framkvæmdirnar og aðspurður sagðist verktakinn Brynjar Harðarson ekki muna eftir þessháttar framkvæmd hér um slóðir í nóvember.
Myndir og frétt: Kristín Sigurjónsdóttir