Á kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2024, þar sem Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir var kjörin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var einnig skrifað undir styrktarsamninga við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð.
Nýju samningarnir eru til næstu 4. ára, samningarnir eru mikilvægir til þess að styðja við áframhaldandi íþróttastarf í Dalvíkurbyggð.

