Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á slæmri veðurspá næstu daga.
Gul veðurviðvörun tekur gildi kl.04.00 í nótt aðfaranótt þorláksmessu og er til 10.00 í fyrramálið. Aftur brestur á með gulri viðvörun kl.19.00 og er fram á aðfaranótt aðfangadags. Suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum allt að 35-40 m/s við fjöll.
það verður varasamt ferðaveður á milli landshluta.
Fylgist vel með veðurspám og færð og veðri á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.