Sýningin ber yfirskriftina Snertur af náttúrunni.

Þrír myndlistarmenn, Aðalsteinn Þórsson, Joris Rademaker og Þóra Sólveig Bergvinsdóttir, eru öll búsett í Eyjafirði.

Þau mætast í Segli 67, tómu verksmiðjurými á Siglufirði. Þau hafa öll verið starfandi myndlistarmenn í lengri tíma og haldið margar einka- og samsýningar víða.

Það sem tengir þau saman er áhugi þeirra á náttúrunni, endurvinnslu, náttúruvernd og sjálfbærni. Náttúran er efniviður þeirra í mismunandi listformum s.s. gjörningum, skúlptúrum, innsetningum, videóum og málverkum.

Opnun föstudagskvöld 31. júlí kl. 17.00-20.00
Í Segli 67, Vetrarbraut 8-10, Siglufirði

Opnunartími:
Laugardaga 01.08, 08.08 og 15.08
Sunnudaga 02.08, 09.08 og 16.08

Styrktaraðilar eru:
Segull 67
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Uppbyggingarsjóður Eyþings

Aðsent.