Lagt er fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 715. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar sem varðar opnun tilboða í ræstingu í skólahúsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Siglufirði.

Þrjú tilboð bárust í verkið, Guðrún Björg Elínardóttir bauð kr. 5.576.250,-, Minný ehf. bauð kr. 6.912.200,-, og Spikk&Span ehf. bauð kr. 5.450.805,-.


Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Spikk&Span ehf. og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá og undirrita verksamning f.h. sveitarfélagsins.

Minnisblað Tilboð í ræstingu í TÁT 2021-2024 Uppfært.pdf