Fjallabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.

Leitað er eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að leiða starfsemina Forstöðumaður hefur umsjón með húsnæði íþróttamiðstöðva, tækjum og innanstokksmunum. Starfsstöðvar eru á Siglufirði og í Ólafsfirði. Í Ólafsfirði er íþróttahús, líkamsrækt og 25m útisundlaug og á Siglufirði er íþróttahús, líkamsrækt og 25m innisundlaug. Forstöðumaður heldur utan um daglegan rekstur og mannahald, skipuleggur vaktir fyrir starfsmenn og sinnir öðrum tilfallandi verkefnum. Forstöðumaður annast fjárhagslegt eftirlit íþróttamiðstöðva, áritun reikninga, eftirlit með útgjaldaliðum og ber ábyrgð á því að reksturinn fari ekki fram úr áætlun. Hann tekur virkan þátt í fjárhagsáætlunargerð og sér um skil á skýrslum og uppgjöri rekstrar. Næsti yfirmaður forstöðumanns er deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Starfshlutfall er 100%, þar af 40% í skipulögðum vöktum á starfsstöðvum íþróttamiðstöðva.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi s.s. háskólamenntun, iðnmenntun eða önnur menntun.
  • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður í starfi.
  • Góð kunnátta í íslensku.
  • Reynsla, þekking og stjórnun á sviðinu er kostur.
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að innleiða tæknibreytingar s.s. sjálfvirk kerfi.
  • Þekking á stýribúnaði sundlauga og búnaði tengdum íþróttamiðstöðvum er kostur.
  • Bílpróf.

Viðkomandi þarf að gefa heimild til upplýsingaöflunar í sakaskrá.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar 2023.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála, netfang: rikey@fjallabyggd.is s. 464 9116 og 8445 819. 

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsferil og nöfnum tveggja umsagnaraðila (starfsferilskrá) ásamt kynningarbréfi um viðkomandi skal skilað rafrænt, á Rafræn Fjallabyggð.  

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2022. Öllum umsóknum er svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.fjallabyggd.is/  og á Fjallabyggð fagnar þér https://www.fagnar.is/