Þriðjudaginn 4. nóvember klukkan 16:00–17:00 verður haldinn stuðnings- og samverufundur fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein á Dalvík. Fundurinn fer fram á efri hæð Gísla, Eiríks og Helga.
Markmiðið er að skapa notalegt rými þar sem fólk í svipaðri stöðu getur hist, átt samtal og deilt reynslu sinni í öruggu og hlýju umhverfi. Þjónustan er öllum opin og endurgjaldslaus, og eru íbúar í nærliggjandi sveitarfélögum einnig hvattir til að mæta.
Að verkefninu standa velunnarar Krabbameinsfélagsins.
						
							
			
			
			
			

