Á 738. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, 22.4.2022 var lagt fyrir erindi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar (KF) er varðar ósk félagsins um þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði sem til fellur vegna æfinga meistaraflokks utan sveitarfélagsins.
Erindinu var vísað til bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til úrvinnslu.
Samþykkt var á 770. fundi bæjarráðs að þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu.