Á dögunum veitti Kiwanisklúbburinn Skjöldur Ljóðasetrinu veglegan styrk til að styðja við rekstur setursins. Klúbburinn hefur verið setrinu hliðhollur allt frá því að hugmyndin að Ljóðasetrinu komst á rekspöl og var fyrsti aðilinn til að veita styrk til uppbyggingar þess á sínum tíma.
Forstöðumaður Ljóðasetursins var nýlega með erindi á fundi hjá Kiwanismönnum í Fjallabyggð þar sem hann gerði grein fyrir þeirri líflegu starfsemi sem nú er á setrinu auk þess sem hann fór yfir ýmis ný áform í rekstrinum. Verður gert grein fyrir þeim innan skamms.
Forsvarsmaður Ljóðaseturs Íslands færir Kiwanisklúbbnum Skildi kærar þakkir fyrir hlýhug og stuðning.