Í dag mánudaginn 4. maí hefst sumaropnun hjá Síldarminjasafni Íslands og verður opið alla daga fram til septemberloka.

Opið verður frá 13:00 – 17:00 í maí og september, frá 10:00 – 18:00 í júní, júlí og ágúst.

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði er eitt af stærstu söfnum landsins. 

Í þremur húsum kynnast gestir síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. 

Sjá vefsíðu Síldarminjasafnsins: HÉR