Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar opnaði ljósmyndasýningu klúbbfélaga fimmtudaginn 5. júlí. Þrettán félagar taka þátt í sýningunni á þessum óvenjulega sýningarstað og eru verkin ólík að uppruna en þó er tenging við ströndina, hafið og mannlífið í sjávarplássum.

Gamla ljósavélin setur svip á sýningarsvæðið

Sýningin stendur yfir næstu tvo daga, föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí frá kl. 15.00 – 19.00.
Kl. 15.30 föstudaginn 6. júlí ætlar ljósmyndaklúbburinn að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á rútuferð út í Sauðanesvita, rútan fer kl. 15.30 frá Kaffi Klöru, Ólafsfirði og kemur við í Hornbrekku og stoppar kl. 16.00 við Ráðhúsið á Siglufirði. Áætlað er að stoppa um 45 mín. á sýningunni áður en haldið er til baka.

Það ætti enginn að láta þessa sýningu fram hjá sér fara og jafnframt að skoða gamlan vita í stórbrotnu landslagi.

Óvenjulegur sýningarsalur

 

Sigurður Baldvinsson sýningarstjóri

 

Mynd/Björn Valdimarsson

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir:Björn Valdimarsson og Kristín Sigurjónsdóttir