Skel:
- 5dl hveiti
- 250 g smjör við stofuhita
- 1 tsk salt
- 4 msk kalt vatn
- Cayennepipar
Fylling:
- 3-4 kjúklingabringur
- 1 laukur
- 1 hvítlauksrif
- 3-4 dl sýrður rjómi
- 1 poki tacokrydd
- jalapeño úr krukku (eða 1/2 rauð paprika)
- 3 msk chilisósa
- salt

Hitið ofninn í 200°. Vinnið saman hráefnin í skelina og fletjið út í lausbotna form (ca 24 cm). Stráið jalapeño yfir botninn og látið standa í ískáp um stund.
Skerið kjúklinginn smátt og steikið á pönnu þar til hann er næstum steiktur í gegn. Bætið fínhökkuðum lauk á pönnuna og steikið þar til laukurinn er mjúkur og kjúklingurinn er steiktur í gegn. Leggið í bökuformið.
Blandið saman sýrðum rjóma, tacokryddi, chilisósu, pressuðum hvítlauk og salti í skál. Setjið blönduna yfir kjúklinginn.
Grjófmyljið nachosflögur og setjið yfir bökuna þannig að þær þekji alveg fyllinguna. Stráið vel af rifnum osti yfir og setjið í ofninn í ca 40 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit