Tacogratín með pastabotni

  • 600 g nautahakk
  • 1 bréf tacokrydd
  • 1 paprika
  • ½ púrrulaukur
  • 1 dós ananaskurl
  • pasta

Sósa

  • 2 dl sýrður rjómi
  • 1 dl rjómaostur
  • 0,5 dl tacosósa

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Hakkið papriku í litla bita, strimlið púrrulaukinn og látið renna af ananaskurlinu.

Steikið nautahakkið þar til það er fullsteikt, stráið tacokryddi yfir og hellið smá vatni yfir. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er farið. Bætið papriku, púrrlauk og ananaskurli á pönnuna og hrærið öllu saman.

Hrærið hráefnunum í sósuna saman.

Setjið pastað í botninn á eldföstu móti, setjið nautahakkshræruna yfir og að lokum sósuna. Eldið í 200° heitum ofni í 10-15 mínútur.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit