Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon hefur sent frá sér nýja og áhrifaríka útgáfu af laginu Vitskert veröld eftir Einar Vilberg sem Pétur Kristjánsson flutti upphaflega.

Lagið hefur vakið athygli fyrir sterk skilaboð sem eiga jafn vel við í dag og þegar það var fyrst gefið út.

Teitur tekst á við lagið á sinn sérstaka hátt – hlýtt, huglægt og á köflum innra með sér.

„Hér kemur ábreiða af lagi eftir Einar Vilberg sem Pétur Kristjánsson flutti forðum daga og á vel við á okkar tímum sem endranær,“ segir Teitur.

Upptökum stýrði Ari Árelíus, og Arnar Birgisson sá um myndvinnslu sem fylgir útgáfunni.
Útkoman er lágstemmd og falleg túlkun á lagi sem hefur lifað með íslenskum hlustendum í áratugi.

🎧 Vitskert veröldTeitur Magnússon

Lagið er nú fáanlegt á öllum helstu streymisveitum, þar á meðal Spotify, og komið í spilun á FM Trölla.