Í dag klukkan 13:00 mun Palli litli setjast við hljóðnemann sinn í studio III í Noregi og stjórna þættinum sínum Tónlistin á FM Trölla.

Í þættinum í dag mun Palli spila lög með eftirtöldum flytjendum:

 • INKI (Ingibjörg Friðriksdóttir) frumflutningur á nýju íslensku lagi með íslenskum texta, það er óskráð regla í þættinum að fyrsta lag er íslenskt með íslenskum texta
 • Albin Lee Meldau ásamt Jack Savoretti
 • Eldmóðir, Holy Hrafn og Thrilla GTHO
 • Hlynur Ben
 • Hrabbý (Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
 • Íkorni
 • Jung Kook ásamt Latto
 • MANE
 • Mugison
 • Olivia Rodrigo
 • Selena Gomez

Gamla lagið verður á sínum stað þó svo að enn sé ekki ákveðið hver fær það hlutverka að spila það.

Þátturinn er á dagskrá frá klukkan 13:00 til 14:00 á FM Trölla og á trölli.is

Endilega stillið á FM Trölla og hlustið, þið sjáið ekki eftir því.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.