Um síðustu helgi sýndi Leikflokkur Húnaþings vestra söngleikinn Hárið í Þjóðleikhúsinu, en sýningin var valin athyglisverðasta áhugasýningin á dögunum.

Til marks um vinsældir sýningarinnar má nefna að litli áhugaleikflokkurinn frá Hvammstanga fyllti tvær sýningar í leikhúsi allra landsmanna og fékk mikið lof fyrir frábærar sýningar. Fréttaritara er kunnugt um fólk sem gerði sér ferð alla leið frá Noregi sérstaklega til að fara á sýninguna, og fór svo beint aftur til Noregs morguninn eftir.

Forsíðumyndina tók Helga Marteins á sýningu.

 

Myndir sem Hafþór Karlsson “Tempó” tók frá undirbúningi í Þjóðleikhúsinu.