Á facebook síðu Langlífis segir að nú eru á lífi 44 Íslendingar sem eru orðnir hundrað ára, 34 konur og 10 karlar. Til áramóta gætu 18 bæst við eða tveir til fjórir í hverjum mánuði. Á meðfylgjandi töflu eru nöfn þeirra tíu langelstu.

Dóra Ólafsdóttir er elst, 107 ára, fædd í Suður-Þingeyjarsýslu en starfaði sem talsímakona á Akureyri í fjörutíu ár. Hún hefur verið á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík síðan 2012 og fylgist með fréttum í blöðunum og gengur í mat og kaffi.

Lárus Sigfússon í Reykjavík, áður í Strandasýslu, er næstelstur, 104 ára. Hann var lengi ráðherrabílstjóri og var með ökuréttindi fram undir hundrað ára afmælið.

Þorkell Zakaríasson vörubílstjóri í Hrútafirði er í þriðja sæti, 104 ára. Síðustu árin hefur hann verið á hjúkrunarheimili á Hvammstanga.

Þórdís Filippusdóttir, 102 ára, er elsti innfæddi Reykvíkingurinn.

 

 

Mynd í frétt: af facebooksíðu Langlífis