Margrét Þórðardóttir, jafnan nefnd Maddý Þórðar, flutti til Noregs fyrir nokkrum árum og var nýverið að selja húsið sitt á Siglufirði.

Nú er hún á fullu að ganga frá húsinu fyrir afhendingu til nýrra eigenda og týnist ýmislegt til í þannig tiltekt.

Því hefur hún verið með heljarinnar bílskúrssölu neðst á Aðalgötunni þegar veður leyfir.

Hún ætlar að vera með opið í dag og geta þeir sem bregða sér á bílskúrssöluna gert mjög góð kaup. Í bónus fá viðskiptavinir bros frá Maddý og skemmtilegt spjall.