Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í gær en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Menntaskólinn á Tröllaskaga var langefst í sínum flokki.

Stofnanir ársins 2019 eru Frístundamiðstöðin TjörninMenntaskólinn á Tröllaskaga, PersónuverndSkrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Ríkisendurskoðun. Hástökkvarar ársins eru Skrifstofa Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.

STOFNUN ÁRSINS 2019
(ríki, sjálfseignarstofnanir o.fl.)

(20-49 starfsmenn)

1. sæti STOFNUN ÁRSINS 2019
Menntaskólinn á Tröllaskaga

2. sæti FYRIRMYNDARSTOFNUN ÁRSINS 2019
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

3. sæti FYRIRMYNDARSTOFNUN ÁRSINS 2019
Einkaleyfastofa