Í gær var ærslabelgurinn sem staðsettur er á Blöndalstúni blásinn upp í góða veðrinu. Börnin flykktust strax að, var mikill glaumur og gleði hjá þeim við að hoppa og skoppa í þessum skemmtilega leik.

Veðurútlit næstu daga er gott hér fyrir norðan svo það ætti að viðra vel á ungviðið við leik utandyra.

 

.