Fairytale at sea er lítið fjölskyldufyrirtæki í Ólafsfirði sem hjónin Halldór Guðmundsson og Guðrún Þórisdóttir stofnuðu 2017 og reka.
Um er að ræða sæþotuferðir með leiðsögumanni, þar sem siglt er undir Ólafsfjarðarmúla að Mígindisfossi og/eða hæsta standberg íslands (og það næst hæsta í Evrópu).

.

Hver ferð er 2 klst. löng stútfull af ævintýrum sem gleymast seint, því aldrei er að vita nema að selir, höfrungar eða jafnvel hvalir heilsi uppá.

Þó eru ferðir þessar ekki stílaðar sem hvalaskoðun, heldur sem náttúruupplifun af bestu gerð, þar sem magnað sjónarspil fugla og fossa, hafs, og kletta ræður ríkjum í öllum sínum tilbrigðum sem spinnast við þjóðsögu Hálfdánahurðar og harmsögu Sýrdalsvoga.

.

Einnig er hægt að biðja um sérferðir, eins og t.d. að sigla inn í kvöld- eða miðnætursólina í gullinböðuðum sjóndeildarhring. Eða langar þig frekar að dóla þér bara í rólegheitunum í úthafinu og veiða fisk á stöng?

Hámark í hverja ferð er 7 manns. 3 þotur sem tveir geta deilt og skipst á að keyra, og svo einn farþegi með leiðsögumanni. Stærri hópar hafa þó mætt og skipt ferðinni sín á milli.

 

.

Fjölskylduferðir hafa notið mikilla vinsælda í vor og í sumar og erfitt að segja til um hvor kynslóðin skemmti sér betur, 6 eða 60 ára!

Mottóið er: Að njóta.
Hægt er að fylgjast með Fairytale At Sea á facebook, instagram, tripadvisor, og á heimasíðu: fairytale.is þar sem allar nánari upplýsingar liggja fyrir, nú eða bara hringja í síma 833-4545

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Myndir: af vefsíðu fairytale.is