Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð, efna til ljósmyndasamkeppninnar

“Skagafjörður með þínum augum”.

Allir sem kunna á myndavél eru hvattir til þess að taka þátt.

Reglurnar eru einfaldar:

Myndin skal vera tekin í Skagafirði og sá aðili sem sendir inn myndina skal vera eigandi myndarinnar.

Sérvalin dómnefnd fer yfir myndirnar og verða veglegir vinningar veittir fyrir bestu myndina.

Allar myndir verða til sýnis að keppni lokinni á skagafjordur.is/myndasamkeppni2019 og með þátttöku í ljósmyndasamkeppninni veita þátttakendur leyfi til þess að myndirnar verði notaðar sem kynningarefni fyrir Skagafjörð.

Lokadagur keppninnar er miðnætti þann 30. september 2019.

Hér getur þú sent inn mynd (myndasamkeppni@gmail.com).

 

Forsíðumynd: Kristín Sigurjónsdóttir