Talsverður uppgangur er í smitum í samfélaginu og greindust mörg smit á landsvísu síðasta sólarhring og 15 smit á Norðurlandi eystra, sem er töluvert meira en verið hefur á degi hverjum um nokkurt skeið.

77 manns eru með Covid-19 og 100 manns í sóttkví. Á Siglufirði eru 3 með með Covid-19.

Það er þess vegna full ástæða til að fara varlega, viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og fara í sýnatöku ef einkenni gera vart við sig.

Við kunnum þetta og megum ekki hætta að verja okkur. Við erum enn með stóra hópa í samfélaginu óbólusetta og þar er stærsti hópurinn kannski börn undir 12 ára aldri segir Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Í forvarnarskyni birtum við hér yfirlit yfir smit og sóttkví eftir póstnúmerum síðan kl. 8 í morgun.