Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði mun ganga í hús í kvöld fimmtudaginn 4. nóvember kl. 18:00 og selja Neyðarkall ársins.

Að þessu sinni er Neyðarkallinn sjóbjörgunarmaður og bíða eflaust margir eftir að bæta honum í safnið.

Neyðarkallinn kostar kr. 2.500,- og rennur allur ágóði af sölunni óskiptur til Stráka.

Vilja Strákar þakka bæjarbúum stuðning og velvilja í gegnum tíðina.