Í dag klukkan 17:00 til 19:00 verður þátturinn Gestaherbergið á dagskrá FM Trölla.
Og þema dagsins er rigning. Hverjum þykir rigningin góð? Allavega Helga Björns, hann hefur sungið um það nokkuð oft hversu góð hún er og ætla Palli litli og Helga Hin (eða á ensku: Paul the small one and Helga the other one) að vera með rigningarþema í þættinum í dag.

Ekki virðast nú vera til mörg lög sem fjalla um rigninu á íslensku en þó nokkur á ensku.

Hvaða lag dettur þér í hug sem fjallar um rigningu?
Þú getur skráð það inn á Facebooksíðu Gestaherbergisins og hugsanlega spilum við lagið fyrir þig.

Fastir liðir verða á dagskrá svo sem óskalagið hennar Önnu Heiðu sem er hlustandi Gestaherbergisins númer eitt, líklega óskalag handa Daníel líka sem er hlustandi Gestaherbergisins númer eitt í Noregi, áhættulagið, spurningahornið, Tónlistarhorn Juha þar sem hann sendir okkur hugmynd að vel völdu lagi sem við spilum og svo kíkjum við á það nýjasta sem er að frétta á Trölli.is og jafnvel öðrum miðlum.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla eða á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is