Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots.

Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Mama
  • Vöruheiti: Instant noodles with tom yum pork flavour 60g
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir / Lotunúmer: 28-04-2022 / 1D4SD11
  • Framleiðsluland: Thailand
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til verslunar á Nýbýlavegi 6, Kópavogi gegn endurgreiðslu.

 Ítarefni