Þátturinn Gestaherbergið verður á dagskrá í dag frá klukkan 17 til 19. Helga og Palli stjórna þættinum svona oftast nær en Helga getur ekki verið með í dag og var því brugðið á það ráð að fá hljómsveitina ðe Zetors til að sjá um þáttinn.

Hljómsveitina skipa þeir Yfirzetor (Guðmundur Helgason), Bazzazetor (Páll Sigurður Björnsson) og Bumbuzetor (Sigurvald Ívar Helgason).
Á myndinni má einnig sjá uppbótarzetor (Hjalta Júl) en hann kemur ekki nálægt þessum þætti.

Þema þáttarins er Laddi. Þ.e.a.s. við munum spila mörg lög eftir leikarann, söngvarann, skemmtikraftinn og laga- og textahöfundinn Þórhall Sigurðsson.

Langar þig til að heyra óskalag? Þá geturðu hringt inn í þáttinn og beðið um það og ðe Zetors mun mjög líka spila lagið fyrir þig (úr tölvu, ekki lifandi). Síminn er 5800 580

Mynd af Facebooksíðu ðe Zetors