Mexíkósk kjúklingasúpa (uppskrift fyrir 5)

 • 500 g kjúklingalundir (má nota frá Rose Poultry og setja jafnvel allan pokann, 700 g)
 • 1 skarlottulaukur
 • 1 rauð paprika
 • 1 líter vatn
 • 1 dós Hunt´s Diced Roasted Garlic
 • 2 kjúklingateningar
 • ½ – 1 tsk chili
 • ½ – 1 tsk cumin
 • 1½ tsk paprikukrydd
 • 4 msk tómatpúrra
 • 1 dós philadelphia rjómaostur með sweet chili
 • 1 dl rjómi

Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit