Nýliðinn föstudag gaf Tara Mobee út sína fyrstu EP plötu sem ber heitið Weird Timing.

Platan hefur verið í bígerð í nokkur ár en sum lög á plötunni hafa verið í vinnslu í allt að  5 ár. Nokkur laganna eru í spilun á FM Trölla.

Lagið For Now er fókus lag plötunnar en Tara hefur þetta að segja um lagið:

„Myndi segja að lagið sé hálf tvískipt, hentar bæði þegar maður þarf að peppa sig í gang og einnig sem losun ef þú ert með uppsafnaða tilfinningastíflu, til dæmis eftir erfiðan vinnudag.“

Tara semur öll lögin og textana en Eyþór Úlfar Þórisson stýrði upptökum plötunnar.

Lagalisti:

  1. Carpool
  2. For Now
  3. One Time
  4. So Good, So Nice
  5. Today


Platan á Spotify