Lagið “I Wanna Dance” er samstarfsverkefni Svölu, Haffa Haff og Örlygs Smára. Þetta er dans-smellur sem á eftir að heyrast á FM Trölla.

Árið 2008 samdi Svala lagið “The Wiggle Wiggle Song” fyrir Haffa til að keppa í undankeppni Söngvakeppninnar og lagið naut mikilla vinsælda.

Út frá því lagi hófst tónlistarferill Haffa Haff.

Núna eru 17 ár liðin síðan þau unnu saman að tónlist og þeim fannst tími til kominn að gera lag saman og útkoman er dans smellurinn “I Wanna Dance”, – dúett um að hreyfa sig, dansa, lifa lífinu og fylgja hjartanu ávallt.